Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Býst ekki við neinu öðru en hörku leik
Sara Rún og Bríet Sif mætast í kvöld. VF-mynd: Sólborg.
Sunnudagur 7. apríl 2019 kl. 18:03

Býst ekki við neinu öðru en hörku leik

Keflavík og Stjarnan mætast í annað sinn í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna í körfubolta í kvöld klukkan 20 í Stjörnuheimilinu í Garðabæ en Keflavíkurstelpur töpuðu síðasta leik einvígsins þar sem lokatölur urðu 70-78.

Keflavík á möguleika á því að jafna stöðuna í leiknum í kvöld en í  fyrsta sinn léku tvíburar í úrslitakeppninni í sitt hvoru liðinu, eins og Víkurfréttir greindu fyrr frá.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

 Sara Rún Hinriksdóttir úr Keflavík mætti þá tvíburasystur sinni, Bríeti Sif í Stjörnunni. Sara skoraði 16 stig fyrir Keflavík og Bríet var með 7 stig.

Í samtali við Víkurfréttir segir Sara Keflavíkurstelpur ætla að mæta með mun meiri kraft í leikinn í kvöld. Liðsmennirnir eigi mikið inni og þær séu spenntar að gera betur en síðast. „Við erum búnar að eiga mjög góðar æfingar í vikunni þar sem við höfum verið að vinna að þeim hlutum sem voru ekki nógu góðir í síðasta leik. Ef við ætlum að eiga möguleika á því að vinna Stjörnuna þá þurfum við að spila vel í fjörutíu mínútur,” segir Sara Rún.

Sara Rún var stigahægst í Keflavíkurliðinu í síðasta leik ásamt Emelíu Ósk. VF-myndir: Sólborg

Bríet Sif tekur undir með systur sinni en Stjörnuliðið hefur einnig einbeitt sér að því að laga það sem betur má fara og tíminn milli leikja hafi verið vel nýttur. Þá segir hún Keflavíkurliðið hörkulið með fullt af góðum leikmönnum sem erfitt sé að stoppa.


Bríet reynir að stöðva Brittanny Dinkins.

„Það er alltaf auðvelt að gíra sig upp fyrir úrslitaleiki og gefa allt sem maður á inni í þessa leiki. Þetta er ástæðan fyrir því af hverju maður er að þessu, að komast alla leið. Nú hafa bæði lið fengið tíma milli leikja til að fara yfir og laga það sem þurfti. Ég býst ekki við neinu öðru frá Keflvíkingum en hörku leik.”


Systurnar eru klárar í leikinn.