Byrjunarlið Grindavíkur
Nokkrar breytingar hafa verið gerð á byrjunarliði Grindavíkur frá því þeir mætu Keflavík í Landsbankadeildinni en leikur Breiðabliks og Grindavíkur hefst eftir nokkrar mínútur á Kópavogsvelli.
Helgi Már Helgason verður varamarkvörður hjá Grindavík og mun skoski leikmaðurinn Colin Stewart vera á milli stanganna hjá Grindavík.
Mounir Ahandour er í liði Grindavíkur en hann tók út leikbann gegn Keflavík. Mounir er þó ekki í byrjunarliðinu heldur á bekknum.
Ray Jónsson er einnig á varamannabekknum hjá Grindavík en hann var ekki í Grindavíkurliðinu gegn Keflavík. Jóhann Helgason, sem var í byrjunarliði Grindavíkur gegn Keflavík, er ekki á leikmannaskýrslu í kvöld.
Byrjunarlið Grindavíkur:
Colin Stewart, markvörður, Kristján Valdimarsson, David Hannah, Óðinn Árnason, Óli Stefán Flóventsson, Paul McShane, Sinisa Kekic, Eysteinn Hauksson, Jóhann Þórhallsson, Guðmundur Bjarnason, Óskar Örn Hauksson.
Varamenn:
Helgi Már Helgason, Ray Anthony Jónsson, Orri Freyr Óskarsson, Andri Steinn Birgisson, Michael Jónsson, Mounir Ahandaour, Guðmundur Atli Steinþórsson.
Nánar síðar…