Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Byrjaði fjögurra ára að æfa fótbolta
Laugardagur 23. júlí 2016 kl. 08:00

Byrjaði fjögurra ára að æfa fótbolta

Knattspyrnusnillingur vikunnar: Mikael Orri

Keflvíkingurinn Mikael Orri er knattspyrnusnillingur vikunnar. Hann hefur æft fótbolta alveg frá fjögurra ára aldri og stefnir á að bæta sig á hverju ári. Hans helsta fyrirmynd er landsliðsmaðurinn Gylfi Sigurðsson. Mikael styður Manchester United í enska boltanum.

Nafn: Mikael Orri Emilsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Aldur/Félag: 11 ára / Keflavík.

Hvað hefur þú æft fótbolta lengi: 7 ár.

Hvaða stöðu spilar þú: Miðju.

Hvert er markmið þitt í fótbolta: Að bæta mig á hverju ári.

Hversu oft æfir þú á viku: Fjórum sinnum á viku.

Hver er þinn eftirlætis fótboltamaður/kona?: Messi.

Áttu þér einhverja fyrirmynd í boltanum?: Gylfi Sigurðsson.

Hefurðu farið á fótboltaleik erlendis?: Nei.

Hversu oft getur þú haldið á lofti?: 41 sinnum.

Hvaða erlenda félag heldur þú upp á?: Manchester United.