Bylgja sæmd silfurmerki KKÍ
Á landsleik Íslands og Danmerkur í körfubolta kvenna á Ásvöllum á dögunum, afhenti KKÍ þremur aðilum silfurmerki sambandsins. Þeirra á meðal var Njarðvíkingurinn Bylgja Sverrisdóttir en hún fékk viðurkenningu fyrir mikla og góða vinnu fyrir körfuknattleikshreyfinguna.
Það var Hannes S. Jónsson, formaður, og Guðbjörg Norðfjörð, varaformaður, sem afhenti þeim Bylgju Sverrisdóttur, Karli Guðlaugssyni og Gísla Guðlaugssyni silfurmerkin.