Butler rekin frá Keflavík
Keflavík hefur gert breytingu á liðskipan sínu fyrir lokaátökin í IEX deild kvenna í körfuboltanum. Shanika Butler hefur verið látin víkja og í staðin er komin Eboni Mangum og á hún að fylla bakvarðastöðuna hjá Keflavík. Butler þótti alls ekki standa undir væntingum Keflavíkur og vonast er til að Mangum skili meira til liðsins. Eboni þessi spilaði með Helenu Sverrisdóttir hjá TCU háskólanum í Texas. Eboni spilaði nú sinn fyrsta leik með Keflavík gegn Val þar sem Keflvíkingar náðu sé ekki á strik.
Frétt af karfan.is
Mynd/EJS: Butler náði aldrei að standa undir væntingum hjá Keflvíkingum