Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Burst í Stykkishólmi
Mánudagur 21. maí 2007 kl. 11:30

Burst í Stykkishólmi

Víðir Garði hóf sumarið af miklum krafti í gær er þeir gjörsigruðu Snæfellinga 9-0 í B-riðli 3. deildar karla í knattspyrnu.

 

Slavisa Mitic var á skotskónum hjá Víði í gær og setti inn þrennu en önnur mörk leiksins gerðu þeir Björn Bergmann Vilhjálmsson 2 mörk, Atli Rúnar Hólmbergsson 2 mörk og Haraldur Axel Einarsson gerði 2 mörk.

 

Frábær byrjun hjá Víðismönnum sem mæta Kára í næsta leik föstudaginn 25. maí á Akranesvelli og hefst leikurinn kl. 20:00.

 

GG frá Grindavík leika sinn fyrsta leik í 3. deildinni í kvöld en þeir eru í B-riðli rétt eins og Víðir. GG tekur á móti Kára á Grindavíkurvelli og hefst leikurinn kl. 20:00.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024