Burst í fyrsta leik
Keflavíkurstúlkur völtuðu yfir KR-inga, 75-47, í fyrsta leik liðanna í úrslitum 1. deildar kvenna í körfuknattleik sem fram fór í íþróttahúsinu við Sunnubraut í dag. Leikurinn var jafn til að byrja með en heimastúlkur höfðu þá ávallt yfirhöndina. Keflavík náði að auka forskot sitt töluvert og tóku svo rosalega rispu um miðjan síðasta fjórðunginn sem skilaði öruggum sigri.Keflavíkurstúlkur leiða þar með einvígið 1-0 en næsti leikur er í DHL-höllinni. Það lið sem fyrr sigrar þrjá leiki tryggir sér Íslandsmeistaratitilinn.