Búið að vera erfitt
Íslenska U 20 ára landsliðið í körfuknattleik steinlá gegn Finnum í B-deild Evrópukeppninnar í gær 61-100 en mótið fer fram í Portúgal. Kristján Sigurðsson, Njarðvík, gerði 20 stig í leiknum og Jóhann Ólafsson, Njarðvík, gerði 13.
„Þetta er búið að vera frekar erfitt og milliriðillinn verður ekki auðveldur,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari U 20 ára liðsins. Íslendingar verða með Slóvökum, Írum og heimamönnum í Portúgal í milliriðlinum og geta með hámarksárangri í milliriðlum náð 9. sæti í mótinu.
„Við spiluðum ekki vel í fyrsta leiknum á móti Hollendingum og þeir nýttu vel hæðarmuninn á liðunum. Við þurfum að vinna tvo leiki í þessum milliriðli til þess að geta spilað um 9.-12. sæti á mótinu,“ sagði Einar en dagurinn í dag mun m.a. fara í það að skoða myndbönd af þeim liðum sem leika með Íslandi í milliriðlinum.
„Það verður án efa gaman að fá að spila við heimamenn og eflaust margir áhorfendur á leiknum. Þetta verða allt saman erfiðir leikir en við eigum helling inni og þurfum að spila betur en við höfum verið að gera ef við ætlum að ná í góð úrslit,“ sagði Einar og vildi meina að frátaldri hæð íslenska liðsins væri það tapaðir boltar sem væri að gera þeim erfitt fyrir. „Svo dæmi séu tekin þá skoruðu Finnar alltaf þegar við töpuðum boltanum og það var tvöföld refsing en það var ekki nema 9 stiga munur á liðunum í hálfleik,“ sagði Einar.
„Þetta er mikil reynsla fyrir strákana því hér eru margir atvinnumenn að spila og einhverjir hér voru í nýliðavalinu í NBA og aðrir eru á mála hjá sterkum Evrópuliðum,“ sagði Einar að lokum.
Íslenska liðið mætir svo Slóvökum á morgun.
„Þetta er búið að vera frekar erfitt og milliriðillinn verður ekki auðveldur,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari U 20 ára liðsins. Íslendingar verða með Slóvökum, Írum og heimamönnum í Portúgal í milliriðlinum og geta með hámarksárangri í milliriðlum náð 9. sæti í mótinu.
„Við spiluðum ekki vel í fyrsta leiknum á móti Hollendingum og þeir nýttu vel hæðarmuninn á liðunum. Við þurfum að vinna tvo leiki í þessum milliriðli til þess að geta spilað um 9.-12. sæti á mótinu,“ sagði Einar en dagurinn í dag mun m.a. fara í það að skoða myndbönd af þeim liðum sem leika með Íslandi í milliriðlinum.
„Það verður án efa gaman að fá að spila við heimamenn og eflaust margir áhorfendur á leiknum. Þetta verða allt saman erfiðir leikir en við eigum helling inni og þurfum að spila betur en við höfum verið að gera ef við ætlum að ná í góð úrslit,“ sagði Einar og vildi meina að frátaldri hæð íslenska liðsins væri það tapaðir boltar sem væri að gera þeim erfitt fyrir. „Svo dæmi séu tekin þá skoruðu Finnar alltaf þegar við töpuðum boltanum og það var tvöföld refsing en það var ekki nema 9 stiga munur á liðunum í hálfleik,“ sagði Einar.
„Þetta er mikil reynsla fyrir strákana því hér eru margir atvinnumenn að spila og einhverjir hér voru í nýliðavalinu í NBA og aðrir eru á mála hjá sterkum Evrópuliðum,“ sagði Einar að lokum.
Íslenska liðið mætir svo Slóvökum á morgun.