Búið að ráða leynivopn
Knattspyrnulið Keflavíkur undirbýr sig nú af krafti fyrir körfuboltaleikinn gegn körfuknattleiksliði Keflavíkur sem fram fer í Sláturhúsinu á föstudag kl. 19:00. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta hafa Bikarmeistarar Keflavíkur í knattspyrnu fengið til liðs við sig leikmann sem hér í fyrri tíð reyndist Keflavík oft erfiður ljár í þúfu.
Mikil spenna er fyrir leiknum sem er styrktarleikur fyrir Magnús Þór Gunnarsson og fjölskyldu hans sem varð fyrir miklu áfalli þegar íbúð þeirra í Reykjanesbæ skemmdist mikið í húsbruna. Aðgangseyrir á leikinn á föstudag verður kr. 500 og mun ágóðinn renna til Magnúsar og fjölskyldu.
Einnig hefur verið opnaður styrkarreikningur í Landsbankanum í Keflavík þar sem tekið er á móti frjálsum framlögum:
Landsbankinn í Keflavík
0142-05-3358
Kt: 070281-4309