Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 5. júní 2003 kl. 15:23

Búið að draga í Visa bikarnum

Dregið var í hádeginu í 32-liða úrslit Visa bikarkeppni karla í knattspyrnu. Draga þurfti tvisvar því forráðamenn KSÍ tóku eftir því að það vantaði eina kúlu þegar aðeins sjö lið voru eftir í hattinum en þetta kemur fram á mbl.is.
Fimm Suðurnesjalið voru í pottinum og verður nágrannaslagur milli Keflavík U-23 ára og Grindavíkur. Tindastóll leikur við Keflavík, Njarðvík fær Þrótt í heimsókn og Víðir tekur á móti Þór Akureyri.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024