Búið að draga í Hópbílabikarnum
Keppni í Hópbílabikarnum í körfuknattleik hófst í gær með leik Hauka og Breiðabliks í kvennakörfunni sem Blikastúlkur sigruðu 58-50. Keppni í karlaflokki hefst 19. október.
Suðurnesjaliðin drógust eftirfarandi:
Keppni í kvennaflokki:
Grindavík – KR, leikið 1. nóvember og 6. nóvember.
Keflavík – ÍR/ÍS, Keflavíkurstúlkur sátu hjá í fyrstu umferð og fara því beint inn í fjórðungsúrslitin.
Keppni í karlaflokki:
UMFN – Höttur, leikið 21. og 23. október
UMFG – Haukar, leikið 19. og 23. október
Keflavík – Stjarnan, leikið 20. og 23. október
Sjá nánar um Hópbílabikar kvenna
Sjá nánar um Hópbílabikar karla
VF-mynd/ frá viðureign Njarðvíkinga og Snæfells í Hópbílabikarnum á síðustu leiktíð.