Búðu til körfuboltamyndband ársins
Nú þegar nær dregur Óskarnum vestan hafs er ekki úr vegi að körfuboltamenn og unnendur efni til eigin keppni. Vefsíðan Karfan.is fer nú að stað með keppni um Körfuboltamyndband ársins. Vegleg verðlaun eru í boði en það eru æfingatreyjur og stuttbuxur frá Jóni Arnóri Stefánssyni frá Granada.
Þáttakendur hafa algerlega frjálsar hendur hvað varðar videóið fyrir utan nokkrar einfaldar reglur.
- Vídeóið þarf að vera ferskt (ekki gamalt efni klippt niður)
- „Fællinn“ verður að skilast inn í MPEG-4 eða FLV formi
- „Fællinn“ má ekki vera stærri en 100 mb
- Videóið á ekki að vera lengra en 1 mínúta.
- Má vera auglýsing, stuttmynd, leikið efni, troðslur eða hvað sem er.
-SKILAFRESTUR ER 1. MARS 2012
Dæmt verður eftir frumleika og ekki skemmir að hafa góðan húmor í myndbandinu. Dómarar í keppninni eru starfsmenn Karfan.is og svo fagmaður úr sjónvarpsbransanum.
1. Verðlaun eru sem fyrr segir, æfingatreyjur og stuttbuxur frá Jóni Arnóri Stefánssyni. Við erum að tala um sett sem kappinn æfði sjálfur í (en þó nýþvegið)
2.-3. verðlaun: Kippa af Gatorade
Nú er það að leggja hausinn í bleyti og koma með eitthvað alveg ótrúlega skemmtilegt efni og senda á emailið [email protected]