Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

BS Íslandsmeistarar slökkviliða í knattspyrnu
Fimmtudagur 30. október 2008 kl. 12:27

BS Íslandsmeistarar slökkviliða í knattspyrnu

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Um helgina fór fram íþróttadagur slökkviliða á Íslandi. Keppt var í knattspyrnu, reiptogi, fitness og bekkpressu. Dagurinn byrjaði á því að sterkustu menn í slökkviliðunum kepptu í bekkpressu og sigurvegari í þeirri grein var Sævar Borgarsson frá Brunavörnum Suðurnesja (BS), í öðru sæti var Ásgeir Gylfason frá slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins (SHS) og í þriðja sæti var Óttar Karlsson einnig frá SHS. Eftir það var keppt í fitness og var sigurvegari þar Gunnar Steinþórs, í öðru sæti var Óttar Karlsson og í því þriðja var Valdimar Gunnarsson og eru þeir allir frá SHS. Einungis voru tvö lið í reiptogskeppninni og þar vann BS lið SHS og sýndi það yfirburði BS að þeir voru með mann í liðinu sem er ekki nema 75 kg. með reykköfunartæki á bakinu og lyftir ekki nema 60kg í bekk (Davíð Heimisson). Hápunkturinn á þessum íþróttadegi var þegar að liðin kepptu í knattspyrnu, þar voru tvö lið frá BS, tvö lið frá SHS og eitt lið frá Sl. Keflvíkurflugvallar (SK). Eftir einokun stóru slökkviliðanna frá SHS og SK komu slökkviliðsmenn frá BS öllum að óvörum og sigruðu mótið nokkuð örugglega og eru því nýkrýndir Íslandsmeistarar slökkviliða í knattspyrnu. Liðið skipuðu, Ingvar Georgsson, Rúnar Eyberg Árnason, Davíð Heimisson, Sævar Borgarsson, Kristján Jóhannsson, Ingvi Hákonarson og Árni Ármannsson.




Eftir mótið var veisla og verðlaunaafhending og sáu kokkarnir frá Matarlyst um veigarnar og ekki klikkuðu þeir frekar en fyrri daginn og var maturinn mjög góður frá þeim.
Aðal styrktaraðilar mótsins voru Eldvarnir og Eldvarnarmiðstöðin og kunnum við þeim okkar bestu þakkir fyrir.

Starfsmannfélag Brunavarna Suðurnesja sá um mótið að þessu sinni og voru allir sammála um að vel hafi tekist til og gaman var að sjá að eldri starfsmenn sem eru hættir að keppa komu og fylgdust með og sýndu þar með gott fordæmi fyrir aðra sem eru hættir að keppa, þetta snýst ekki bara um keppni heldur líka að hittast og hafa gaman.

Fyrir hönd FSBS vil ég þakka öllum þátttakendum og öðrum gestum fyrir mjög góðan dag.


Ingvar Georgsson, varaformaður FSBS.