Brynjar og Ísak í lokahóp U17
Njarðvíkingurinn Brynjar Atli Bragason og Keflvíkingurinn Ísak Óli ólafsson eru í lokahóp U17 liðs karla í fótbolta, sem mun að taka þátt á Norðurlandamótinu 2016 sem fram fer í Finnlandi í ágúst.
Markvörðurinn Brynjar Atli hefur þegar leikið tvo landsleiki í fótboltanum en hann var einnig valinn í landslið Íslands í körfubolta nú í vor. Ísak Óli á að baki þrjá leiki með U17 þar sem hann hefur skorað eitt mark.