Brynjar, Einar og Jóhann skrifa undir hjá Keflavík
Þeir Brynjar Örn Guðmundsson, Einar Orri Einarsson og Jóhann Birnir Guðmundsson hafa allir skrifað undir nýja samninga við Keflavík. Þeir Brynjar og Einar voru samningslausir en Jóhann ákvað að framlengja sinn samning. Þeir gerðu allir samning til tveggja ára. Það er auðvitað ánægjulegt að þessir piltar hafi ákveðið að leika áfram með okkar liði enda allir heimamenn. Verið er að vinna í samningamálum annarra leikmanna og við flytjum fréttir af þeim um leið og þær berast.
Myndir: Jón Örvar
Efri myndin: Þorsteinn formaður, Jóhann Birnir, Brynjar Örn og Einar Orri.
Skrifað undir í nýjum húsakynnum Keflavíkur í Íþróttahúsinu við Sunnubraut.