Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Brynja ráðin framkvæmdastjóri UMFN
Þriðjudagur 2. október 2007 kl. 12:25

Brynja ráðin framkvæmdastjóri UMFN

Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra UMFN. Hún hefur þegar hafið störf en um er að ræða 50% starf. Brynja, sem er kunnug félaginu í gegnum störf sín í stjórn sunddeildar UMFN auk þess sem hún hefur starfað í nefndum á vegum aðalstjórnar.

Kristján Pálsson, formaður UMFN, sagði í samtali við Víkurfréttir að hann vænti góðs samstarfs við Brynju og vildi bjóða hana velkomna til starfa fyrir félagið. Umsvif þess eru sífellt að aukast með auknum íbúafjölda í hverfinu og sér stjórnin fram á spennandi tíma.

Þess má að lokum geta að Brynja mun hafa aðstöðu á skrifstofu aðalstjórnar í Íþróttamiðstöðinni í Njarðvík og verður með viðtalstíma mánudaga til finmmtudaga frá 9-12 og svo eftir samkomulagi.

 

Brynja ásamt Kristjáni Pálssyni, formanni UMFN og Þórunni Friðriksdóttur, gjaldkera.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024