Bryngeir Torfason tekur við Reyni
Knattspyrnudeild Reynis hefur komist að samkomulagi við Bryngeir Torfason um þjálfun meistaraflokks Reynis. Ekki hefur enn verið skrifað undir samning þess efnis en búið er að ganga frá öllum lausum endum og búast má við að skrifað verði undir samning milli þessara aðila á næstu dögum.
Bryngeir hefur lengi starfað við þjálfun og hefur UEFA A þjálfaragráðu. Hann hefur þjálfað yngri flokka hjá Breiðablik, Fjölni og Fylki með góðum árangri, t.a.m. varð annar flokkur Fylkis Íslandsmeistari síðastliðið sumar undir stjórn Bryngeirs.
Reynismenn leika í 2. deild næsta sumar eftir að hafa fallið úr 1. deildinni á síðustu leiktíð.