Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bryndís til liðs við KR
Þriðjudagur 17. maí 2011 kl. 21:14

Bryndís til liðs við KR

Bryndís Guðmundsdóttir, ein af lykil leikmönnum Keflavíkur á nýliðnu tímabili hefur ákveðið að flytja sig um set og skrifaði undir tveggja ára samning hjá KR í dag. „Mig langaði að breyta til og fannst vera kominn tími til þess að gera eitthvað nýtt. Hef alltaf verið í Keflavík og langaði að fá nýja áskorun”, sagði Bryndís í samtali við Karfan.is sem greindi frá þessu fyrir skömmu síðan.

Hún hefur því eins og fyrr sagði skrifað undir 2 ára samning við KR og ljóst að um mikla blóðtöku er að ræða fyrir tvöfalda meistara Keflavíkur. Bryndís skoraði 14 stig og hirti 8 fráköst að meðaltali á seinustu leiktíð og átti stóran þátt í að tryggja Keflavík Íslandsmeistaratitilinn. Þetta verður í fyrsta sinn sem Bryndís leikur með öðru liði en Keflavík á Íslandi.



Myndir: Efri mynd [email protected] - Neðri mynd VF

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024