Bryndís frá vegna meiðsla
Körfuknattleikskonan sterka Bryndís Guðmundsdóttir verður frá næstu vikurnar í það
Bryndís er einn sterkasti leikmaður Keflavíkurliðsins en Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari Keflavíkur sagði við Víkurfréttir í morgun að lítið væri vitað um meiðsli leikmannsins að svo stöddu.
,,Eina sem við vitum núna er að það er verið að koma Bryndísi í rétta meðhöndlun og svo verður það bara að koma í ljós hvað hún verður lengi frá,” sagði Jón.
Bryndís er næst stigahæsti leikmaður Keflavíkur og í fyrstu fjórum deildarleikjunum hefur hún gert 20 stig að meðaltali í leik og tekið í þeim rétt rúm 5 fráköst. Ljóst er að hennar skarð verður vandfyllt. Mun þjálfarinn kalla til Evrópuleikmann í hennar stað?
,,Ég er ekki kominn svo langt í þeim hugleiðingum ennþá. Ég er með gott lið í höndunum og hef trú á því að við þjöppum okkur saman fyrir leikinn á morgun. Svona meiðsli eru hluti af íþróttum og það er ekkert við því að
Þá eru þær utan vallar þrjár saman, Bryndís Guðmundsdóttir,
VF-Mynd/ [email protected] – Bryndís í leik með Keflavík á dögunum.