Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bryndís fékk flest atkvæði fyrir stjörnuleikinn
Laugardagur 8. janúar 2011 kl. 14:01

Bryndís fékk flest atkvæði fyrir stjörnuleikinn

Keflvíkingurinn Bryndís Guðmundsdóttir hlaut flest atkvæði fyrir stjörnuleik kvenna sem fram fer þann 15. janúar í Ásgarði í Garðabæ. Bryndís hlaut 157 atkvæði í kosningunni sem fram fór á vef KKÍ. Næstar í kjörinu voru þær Margrét Kara Sturludóttir og Birna Valgarðsdóttir með 140 atkvæði hvor.

Það er óhætt að segja að lið Reykjaness sé undirlagt Keflvíkingum, fjórar af fimm í byrjunarliðinu eru úr liði Keflavíkur. Reykjanes liðið er skipað Suðurnesjaliðunum Keflavík, Njarðvík og Grindavík, sem og liði Hauka úr Hafnarfirði. Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari Keflavíkur sem mun stýra stjörnuliðinu mun svo velja sjö leikmenn til viðbótar úr þessum liðum fyrir stjörnuleikinn.

Þær munu etja kappi við landið svokallaða þar sem leikmenn úr liðum KR, Snæfells, Fjölnis og Hamars leiða saman hesta sína.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Byrjunarlið Reykjaness:

Pálína Gunnlaugsdóttir - Keflavík
Íris Sverrisdóttir - Haukum
Bryndís Guðmundsdóttir - Keflavík
Birna Valgarðsdóttir - Keflavík
Jacquline Adamshick - Keflavík