Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Brunavarnir Suðurnesja sigruðu í Getraunaleiknum
Mánudagur 2. maí 2005 kl. 12:39

Brunavarnir Suðurnesja sigruðu í Getraunaleiknum

Brunavarnir Suðurnesja sigruðu í Getraunaleik barna- og unglingaráðs Knattspyrnudeildar Keflavíkur sem hefur staðið yfir síðustu mánuði. Fulltrúar BS í keppninni voru Ingvar Georgsson og Sigurður Skarphéðinsson.

Leið þeirra til sigurs var ekki alveg a áfalla því að þeir komust síðastir inn í 8-liða úrslitin, en góð frammistaða þar sem þeir náðu 11 réttum skilaði þeim áfram í næstu umferð. Þar voru þeir með 10 rétta og þeir gerðu enn betur í undanúrslitum með 11 rétta.

Í úrslitum lögðu þeir Viðhaldsdeild Varnarliðsins og fasteignasöluna Stuðlaberg í tveimur leikvikum. Þeir náðu forystunni eftir fyrri vikuna með 10 réttum og dugði því 8 réttir í síðustu vikunni til að tryggja sér sigurinn. BS-menn voru með 48 rétta alls úr umferðunum fimm sem þeir léku, eða alls um 73% hlutfall.

Þeir hlutu að launum veglegan farandbikar, en barna- og unglingaráð hyggst endurtaka leikinn þegar enska deildin fer í gang aftur í haust.

VF-mynd/Þorgils Smári Helgason, formaður Barna- og unglingaráðs ásamt vinningshöfunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024