Brotlending hjá Keflavík
Keflvíkingar töpuðu gegn Þór 1-3 í 3. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu í dag á heimavelli. Það var Þórarinn Kristjánsson sem skoraði mark Keflavíkur með skalla en í fyrri hálfleik klúðruðu heimamenn úr vítaspyrnu í stöðunni 0-1. Þá töpuðu Njarðvíkingar gegn HK í gær 1-3 en mark Njarðvíkur skoraði Óskar Hauksson.Keflvíkingar voru mjög slakir í leiknum og voru ekki að leika þann bolta sem þeir hafa sýnt undanfarið. Keflavík er því enn með 6 stig eftir þrjár umferðir og Njarðvíkingar 3.