Föstudagur 14. júní 2013 kl. 07:09
Brösugt gengi Sandgerðinga
Sandgerðingar gerðu ekki góða ferð í Mosfellsbæ í 2. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Þar máttu Reynismenn sætta sig við 3-0 tap en öll mörkin komu í fyrri hálfleik. Sandgerðingar eru í næstneðsta sæti deildarinnar með þrjú stig eftir sex umferðir.