Bros og Þróttur Vogum í samstarf
Þróttarar eru í mikilli toppbaráttu í fjórðu deildinni þessa daganna. Í kvöld mæta Þróttarar liði Álftanes á útivelli. Er þetta mikilvægur leikur í baráttunni um að komast í úrslitakeppnina. Það hefur verið mikil stemmning í kringum Þróttara í sumar og frábær mæting á heimaleiki liðsins. Þróttarar hafa aldrei í sögunni komist í úrslitakeppnina og markmiðið í ár er að fara þangað og ef það tekst verður það í fyrsta skipti í sögu félagsins sem það tekst.
Í tilefni af því hversu vel hefur verið að fá alla aðila til að taka þátt í þessu uppbyggingarstarfi þá hafa Bros og Þróttur Vogum ákveðið að fara í samstarf sem ber heitið "Brosum í sumar". Bros ætlar að gefa 50 boli til stuðningsmanna Þróttar fyrir leikinn. Bolirnir eru í litum félagsins og með merki félagsins. Á þeim stendur brosum í sumar. Æskilegt er að mæta tímanlega til að tryggja sér bol.
Allir Þróttarar eru hvattir til að leggja leið sína á Bessastaðavöll mánudaginn 1. júlí og byrjar leikurinn klukkan 20:00.