Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Bronsarar í Keflavík
Miðvikudagur 22. febrúar 2006 kl. 01:24

Bronsarar í Keflavík

Þeir Elías Már Ómarsson og Gylfi Þór Ólafsson eru framtíðar knattspyrnukappar en þeir æfa fótbolta með 5. flokki í Keflavík. Hafa þeir Elías og Gylfi náð framúrskarandi árangri í því að „bronsa“ eða halda bolta á lofti.

Í vetur hefur verið mikið átak á æfingum hjá 5. flokki pilta í að bronsa og á mánudagsæfingum er alltaf próf hjá piltunum og eru þeir Elías og Gylfi jafnan hæstir í bekknum ef svo má að orði komast. Á æfingu fyrr í febrúarmánuði náði Elías þeim árangri að bronsa 1670 sinnum og vildi Gylfi reyna að bæta met Elíasar en hann varð að láta sér lynda að bronsa „aðeins“ 1401 sinni.

Sannarlega glæsileg afrek hjá strákunum sem eiga vísast eftir að láta til sín taka í fótboltanum í framtíðinni.

www.keflavik.is


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024