Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Brokkgengt hjá Njarðvíkingum
Mánudagur 21. október 2013 kl. 08:05

Brokkgengt hjá Njarðvíkingum

Eitthvað hefur ferðalagið vestur farið illa í Njarðvíkinga en svo virðist sem þær hafi ekki mætt nógu vel stemmdar í leikinn gegn Snæfellingum í gær. Strax frá upphafi var ljóst að heimakonur ætluðu sér sigur og í hálfleik leiddu Snæfellskonur 49-25. Það var ekki fyrr en í lokaleikhlutanum sem Njarðvíkingar rönkuðu við sér, en það var þá orðið of seint. Hittni þeirra grænklæddu var afleidd fyrir utan þriggja stiga línuna í leiknum en þar rataði aðeins 1 af 19 skotum rétta leið. Auk þess var vörnin ekki nógu góð. Lokatölur urðu 76-59.

Jasmine Beverley bar uppi sóknarleik liðsins en hún skoraði rúmlega helming stiga liðsins, eða 30 stig. Næst á eftir henni var Salbjörg Sævarsdóttir með 6 stig. Njarðvíkingar hafa nú leikið fjóra leiki. Tveir hafa unnist og tveir tapast. Liðið þarf að finna stöðuleika en það hefur ekki gengið nógu vel til þessa.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Snæfell-Njarðvík 76-59 (25-12, 24-13, 18-12, 9-22)

Njarðvík: Jasmine Beverly 30/14 fráköst, Salbjörg Sævarsdóttir 6/4 fráköst, Aníta Carter Kristmundsdóttir 5/5 fráköst, Sara Dögg Margeirsdóttir 4, Erna Hákonardóttir 3, Svava Ósk Stefánsdóttir 3, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 2, Ásdís Vala Freysdóttir 2, Andrea Björt Ólafsdóttir 2/4 fráköst, Heiða B. Valdimarsdóttir 0, Elísabet Sigríður Guðnadóttir 0.