Bilakjarninn
Bilakjarninn

Íþróttir

Brokkgengt hjá Njarðvíkingum
Mánudagur 21. október 2013 kl. 08:05

Brokkgengt hjá Njarðvíkingum

Eitthvað hefur ferðalagið vestur farið illa í Njarðvíkinga en svo virðist sem þær hafi ekki mætt nógu vel stemmdar í leikinn gegn Snæfellingum í gær. Strax frá upphafi var ljóst að heimakonur ætluðu sér sigur og í hálfleik leiddu Snæfellskonur 49-25. Það var ekki fyrr en í lokaleikhlutanum sem Njarðvíkingar rönkuðu við sér, en það var þá orðið of seint. Hittni þeirra grænklæddu var afleidd fyrir utan þriggja stiga línuna í leiknum en þar rataði aðeins 1 af 19 skotum rétta leið. Auk þess var vörnin ekki nógu góð. Lokatölur urðu 76-59.

Jasmine Beverley bar uppi sóknarleik liðsins en hún skoraði rúmlega helming stiga liðsins, eða 30 stig. Næst á eftir henni var Salbjörg Sævarsdóttir með 6 stig. Njarðvíkingar hafa nú leikið fjóra leiki. Tveir hafa unnist og tveir tapast. Liðið þarf að finna stöðuleika en það hefur ekki gengið nógu vel til þessa.

Bílakjarninn
Bílakjarninn


Snæfell-Njarðvík 76-59 (25-12, 24-13, 18-12, 9-22)

Njarðvík: Jasmine Beverly 30/14 fráköst, Salbjörg Sævarsdóttir 6/4 fráköst, Aníta Carter Kristmundsdóttir 5/5 fráköst, Sara Dögg Margeirsdóttir 4, Erna Hákonardóttir 3, Svava Ósk Stefánsdóttir 3, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 2, Ásdís Vala Freysdóttir 2, Andrea Björt Ólafsdóttir 2/4 fráköst, Heiða B. Valdimarsdóttir 0, Elísabet Sigríður Guðnadóttir 0.