Brittany Dinkins áfram í Keflavík
Bandaríski leikmaðurinn Brittany Dinkins mun leika áfram með bikarmeisturum Keflavíkur í kvennakörfunni næsta vetur. Karfan.is greinir frá þessu en Dinkins kom til Keflavíkur á síðasta tímabili og var hún lykilleikmaður í liðinu.
Meðaltal Dinkins í vetur með Keflavík voru 28,6 stig, 9,1 frákast og 9,5 stoðsendingar.