Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Brittanny með stórleik í sigri Keflavíkur
Mynd: Karfan.is.
Sunnudagur 18. mars 2018 kl. 21:02

Brittanny með stórleik í sigri Keflavíkur

Keflavík mætti Skallagrím í Domino´s-deild kvenna í körfu í kvöld. Leikurinn var nokkuð jafn en eftir fyrsta leikhluta var staðan 20-17 fyrir Skallagrím, í hálfleik var staðan 40-33 og leiddu heimakonur með sjö stigum. Keflavík gaf í þegar flautað var til seinni hálfleiks og vann þriðja leikhlutann með 28 stigum gegn 21 stigi Skallagríms. Lokatölur leiksins voru 82-86 með sigri Keflavíkur.

Keflavík er í þriðja sæti deildarinnar og leikur næst gegn Haukum í TM höllinni þann 21. mars. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Brittanny Dinkins átti stórleik eins og svo oft áður og skoraði 48 stig í kvöld, hún tók einnig 13 fráköst og átti 7 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir skoraði 11 stig, Birna Valgerður Benónýsdóttir 9 stig og Thelma Dís Ágústsdóttir var með  8 stig og tók 5 fráköst.