Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bristol byrjar með látum
Fimmtudagur 27. október 2005 kl. 18:44

Bristol byrjar með látum

Bandaríska körfuknattleikskonan Reshea Bristol sem leikur með Keflavík í Iceland Express deildinni hefur farið vel af stað með liðinu. Bristol þurfti frá að hverfa á síðustu leiktíð af persónulegum ástæðum en kom aftur til Keflavíkur fyrir yfirstandandi leiktíð.

Í fyrsta leik Keflavíkur gegn ÍS gerði Bristol 16 stig, stal 10 boltum og gaf 9 stoðsendingar.

Annar leikur Keflavíkur var gegn botnliði KR og þar setti Bristol niður 23 stig, stal 11 boltum og gaf 17 stoðsendingar.

Í síðasta leik Keflavíkur, gegn Breiðablik, skoraði Bristol 28 stig, stal 12 boltum og gaf 7 stoðsendingar.

Reshea Bristol gerir því 22,3 stig að meðaltali í leik, stelur 11 boltum og gefur 11 stoðsendingar. Glæsilegar tölur hjá Bristol og haldi hún uppteknum hætti verður það við ramman reip að draga að hafa hemil á Bristol og Keflavíkurliðinu.

VF-mynd/ Bristol í leik gegn Haukum


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024