Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 15. október 2002 kl. 16:00

Brids fyrir óvana á fimmtudaginn

Fimmtudaginn 10.okt. lauk vanir/óvanir tvímenningi, en þar spiluðu óvanir bridgespilarar við aðra meira reynda spilara. Aðsókn var ágæt, en alls mættu 10 pör. Úrslit urðu eftirfarandi:
Gunnar Guðbjörnsson - Birgir með 126 stig
Jóhannes Benediktsson - Einar Júlíusson með 125 stig
Þröstur Þorláksson - Sturlaugur með 122 stigFimmtudaginn 17.okt. kl. 19:30, verður aftur spilakvöld fyrir óvana spilara, þ.e. vanir/óvanir saman í pörum, en nú með öðruvísi sniði, þ.e. sveitakeppni. Dregið verður í sveitir og spila tvö pör saman í sveit. Ef einhverjir óreyndir spilarar eru þarna úti og vilja prufa er hægt að hringja í Þröst Þorláksson s: 421-7772 og 848-9578 eða Heiðar Sigurjónsson s: 423-7771 og við munum hjálpa til við myndun para. Annars er skráning í símum tilgreindum að ofan eða á staðnum.

Spilað verður á Mánagrund (við hesthúsin, milli Garðs, Sandgerðis og Keflavíkur), í félagsheimili bridgfélaga á Suðurnesjum og hestamanna.
Það er alltaf heitt kaffi á könnunni og eru allir hvattir til að mæta, bridsspilarar sem aðrir áhugamenn og áhorfendur.

F.h. Bridgefélagsins Muninns
Stjórnin
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024