Bretar mæta Íslendingum í knattspyrnuleik í Reykjaneshöllinni
Flugmenn og fylgdarlið frá Konunglegu bresku flugsveitinni hefur verið við loftrýmisgæslu undanfarnar vikur á Keflavíkurflugvelli. Bretarnir eru á heimleið í næstu viku en hafa boðið til knattspyrnuleiks í Reykjaneshölinni í kvöld, föstudag.
Þar munu þeir mæta liði Landhelgisgæslunnar á knattspyrnuvellinum en árið 1944 mættust lið Breta sem þá höfðu hernumið Íslands, og Íslands í knattspyrnuleik. Bretar unnu þann leik og fóru með verðlaunagrip með sér heim. Nú fá Íslendingar tækifæri til að borga fyrir sig.
„Við munum öll eftir íslenska víkingaklappinu og áhrfin sem það hafði um allan heim þegar Ísland vann England á Evrópumótinu í knattspyrnu 2016. Við erum með gott lið og viljum reyn að bæta fyrir það tap. Vonum að við lendum ekki í því sama og England 2016,“ sagði Callum Clowes, yfirmaður breska flotans sem nú er staddur á Keflavíkurflugvelli.
Leikurinn hefst kl. 20 og eru allir velkomnir á þennan stórviðburð.