Stuðlaberg Pósthússtræti
Stuðlaberg Pósthússtræti

Íþróttir

Bretar mæta Íslendingum í knattspyrnuleik í Reykjaneshöllinni
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 6. desember 2019 kl. 14:32

Bretar mæta Íslendingum í knattspyrnuleik í Reykjaneshöllinni

Flugmenn og fylgdarlið frá Konunglegu bresku flugsveitinni hefur verið við loftrýmisgæslu undanfarnar vikur á Keflavíkurflugvelli. Bretarnir eru á heimleið í næstu viku en hafa boðið til knattspyrnuleiks í Reykjaneshölinni í kvöld, föstudag.

Þar munu þeir mæta liði Landhelgisgæslunnar á knattspyrnuvellinum en árið 1944 mættust lið Breta sem þá höfðu hernumið Íslands, og Íslands í knattspyrnuleik. Bretar unnu þann leik og fóru með verðlaunagrip með sér heim. Nú fá Íslendingar tækifæri til að borga fyrir sig.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

„Við munum öll eftir íslenska víkingaklappinu og áhrfin sem það hafði um allan heim þegar Ísland vann England á Evrópumótinu í knattspyrnu 2016. Við erum með gott lið og viljum reyn að bæta fyrir það tap. Vonum að við lendum ekki í því sama og England 2016,“ sagði Callum Clowes, yfirmaður breska flotans sem nú er staddur á Keflavíkurflugvelli.

Leikurinn hefst kl. 20 og eru allir velkomnir á þennan stórviðburð.