Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 16. apríl 2004 kl. 11:42

Brenton verður áfram í Njarðvík

Brenton Birmingham hefur samið við körfuknatttleiksdeild Njarðvíkur um að  leika með liðinu næsta vetur og mun hann einnig verða aðstoðarþjálfari Einars Árna Jóhannssonar. Stuðningsmenn Njarðvíkur anda eflaust léttar við þessar frétttir því ýmsar sögusagnir hafa gengið að undanförnu þar sem önnur lið hafa verið að bera víurnar í leikmanninn.

Brenton er gríðarlega mikilvægur fyrir liðið og skoraði rúm 17 stig í leik að jafnaði í vetur þrátt fyrir að eiga við langvinn meiðsli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024