Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Brenton stigahæstur í sigurleik gegn Andorra
Þriðjudagur 5. júní 2007 kl. 16:18

Brenton stigahæstur í sigurleik gegn Andorra

Íslenska A-landsliðið í körfuknattleik var rétt í þessu að tryggja sér góðan 94-65 sigur á Andorra á Smáþjóðaleikunum sem fram fara í Mónakó. Ljóst er að veran um borð í glæsisnekkjunni í Mónakó hefur haft góð áhrif á körfuboltaliðið og vonandi að það skili sér einnig inn í aðrar keppnisgreinar. Íslenski hópurinn dvelur um borð í risasnekkju í höfninni og lætur vel að dvölinni á kajanum.

 

Njarðvíkingurinn Brenton Birmingham var stigahæstur í íslenska liðinu í dag en hann setti niður 17 stig og næstur honum kom Grindvíkingurinn Páll Axel Vilbergsson. Nýliðinn Þorleifur Ólafsson, félagi Páls úr Grindavík gerði sín fyrstu stig fyrir landsliðið í dag en hann gerði 4 stig í leiknum.

 

Stigaskor íslenska liðsins:

 

Brenton Birmingham 17

Páll Axel Vilbergsson 15

Helgi Már Magnússon 15 stoðsendingar

Logi Gunnarsson 12

Friðrik Stefánsson 10

Hreggviður Magnússon 7

Brynjar Þór Björnsson 6

Kristinn Jónasson 5

Þorleifur Ólafsson 4

Magnús Þór Gunnarsson 3

 

Íslenska liðið mætir Lúxemburg á morgun og hefst leikurinn kl. 16:00 að íslenskum tíma.

 

www.kki.is

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024