Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Brenton saumaður nokkur spor eftir sögulegan landsleik gegn Kýpur
Laugardagur 9. júní 2007 kl. 19:53

Brenton saumaður nokkur spor eftir sögulegan landsleik gegn Kýpur

Íslenska körfuknattleikslandsliðinu var dæmdur sigur á Kýpur, 2-0, eftir að mikil slagsmál brutust úr í lok úrslitaleiksins. Íslenska liðið er að mestu skipað leikmönnum frá Suðurnesjum.

Á vefsvæði Körfuknattleikssambands Íslens segir að Kýpverjar hafi látið skapið hlaupa með sig í gönur í lok leiksins og börðu harkalega á Íslendingum og leystist leikurinn upp í slagsmál í lokin.

Mikil öryggisgæsla er í húsinu núna og ekki vitað hvað þetta mun þýða fyrir Kýpverja en mikil ánægja er meðal umsjónarmanna með framgöngu Íslands í málinu sem hélt haus allan tímann.

Hannes S. Jónsson formaður KKÍ, sem er úti í Mónakó með íslenska hópnum, hafði þetta að segja um málið: "Kýpverjar spiluðu gróft frá upphafi og í lokin þegar við vorum farnir að saxa á forskot þeirra urðu þeir mjög pirraðir og byrjuðu þá að ýta við íslensku leikmönnunum í þeim tilgangi að pirra þá. Íslensku strákarnir stóðu sig frábærlega og létu ekki æsa sig upp og héldu haus allan tímann, þrátt fyrir lætin."

Mótsnefnd Smáþjóðaleikanna er að funda og kemur í ljós eftir fund nefndarinnar hvort Kýpurmenn fái að halda þriðja sætinu eða verði dæmdir úr mótinu.

Brenton Birmingham fékk skurð á augabrún snemma í fyrri hálfleik og þurfti að sauma nokkur spor til þess að loka sárinu. Brenton hafði skorað 13 stig í leiknum þegar hann var flautaður af.

Mynd: Logi Gunnarsson á æfingu með landsliðinu. Ljósmynd: [email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024