Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Brenton og Petrúnella best í Grindavík
Þriðjudagur 28. apríl 2009 kl. 17:46

Brenton og Petrúnella best í Grindavík

Lokahóf körfuknattleiksdeildar Grindavíkur var haldið á Lukku-Láka síðastliðið laugardagskvöld. Brenton Birmingham og Petrúnella Skúladóttir voru valdir bestu leikmennirnir að þessu sinni. Lokahófið tókst frábærlega vel en það byggðist fyrst og fremst á heimatilbúnum skemmtiatriðum.

Á meðal skemmtiatriða var söngvakeppni þar sem hljómsveitin Geimfararnir lék undir. Fulltrúar leikmanna, þjálfara og stjórnar tóku lagið sem og Láki sjálfur, vertinn á Salthúsinu. Svo fór að dómnefndin gat ekki gert upp á milli tveggja söngatriða, svo góð voru þau. Annars vegar voru það Nick Bradford og Brenton Birmingham sem röppuðu af miklum móð án undirleiks, og hins vegar Eyrún Ottósdóttir sem fór á kostum. Geimfararnir léku svo fyrir dansi og var fullt út úr dyrum á Salthúsinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Efsta mynd: Bestu leikmennirnir, Petrúnella Skúladóttir og Brenton Birmingham.



Neðri mynd: Verðlaunahafar hjá kvennaliðinu: Petrúnella Skúladóttir - besti leikmaðurinn, Íris Sverrisdóttir - mikilvægasti leikmaðurinn, Helga Hallgrímsdóttir - mestu framfarir, Berglind Anna Magnúsdóttir - besti varnarmaðurinn og Sandra Guðlaugsdóttir sem afhenti verðlaunin fyrir hönd Péturs Guðmundssonar þjálfara.



Næst neðsta myndin: Verðlaunahafar hjá karlaliðinu. Brenton Birmingham - besti leikmaðurinn, Nick Bradford - besti leikmaður úrslitakeppninnar, Astrid Guðfinnsdóttir sem tók við verðlaununum fyrir bróður sinn Helga Jónas sem var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar, Egill Birgisson - efnilegasti leikmaðurinn og Friðrik Ragnarsson þjálfari.