Brenton „Íslendingur“ áfram hjá Njarðvík
Brenton Birmingham, leikmaður úrvalsdeildarliðs Njarðvíkur mun leika með liðinu næsta keppnistímabil en kappinn fékk íslenskan ríkisborgararétt nú um helgina. Miklar vangaveltur hafa verið um það hvort Brenton væri að ná sér í íslensk réttindi til að komast betur að í liðum í Evrópu. Ljóst er að svo er ekki, alla vega næsta ár því hann hefur samið við Njarðvíkinga. Þórunn Þorbergsdóttir í stjórn deildarinnar staðfesti þetta í samtali við fréttavef Víkurfrétta í dag. Þórunn sagði að leikmannamál væru að skýrast. Mjög líklegt væri að Jes Hansen yrði áfram hjá liðinu og eina spurningamerkið væri Logi Gunnarsson. Ef hann fær gott skólapláss í Bandaríkjunum leikur hann ekki á Íslandi á næsta ári. Sama gildir um Pál Kristinsson, hinn hávaxna Njarðvíking sem var í Bandaríkjunum í vetur. Möguleiki er á að hann leiki með sínu gamla félagi á Íslandi næsta tímabil.
Keflvíkingar hafa samið við Sigurð Ingimundarson um áframhaldandi þjálfun liðsins. Hrannar Hólm, formaður deildarinnar sagði að það væri gert í fullu samráði við leikmenn. „Þeir vildu Sigurð áfram og fyrir okkur er það eitt stærst atriðið, hvað leikmenn vilja í þessum málum“, sagði Hrannar. Bandaríkjamaðurinn, Calvin Davis, sem lék með Keflavík í vetur kemur ekki til liðsins í haust. Hann er kominn í samband við lið í Evrópu en Hrannar sagði að honum stæði til boða tvöfalt hærri laun en hann var með hér, eitthvað sem Keflavík ræður ekki við að sögn Hrannars.
Calvin Davis, sem lék með Keflavík í vetur kemur ekki til liðsins í haust. Hann er á minni myndinni en Brenton á þeirri stærri.
Keflvíkingar hafa samið við Sigurð Ingimundarson um áframhaldandi þjálfun liðsins. Hrannar Hólm, formaður deildarinnar sagði að það væri gert í fullu samráði við leikmenn. „Þeir vildu Sigurð áfram og fyrir okkur er það eitt stærst atriðið, hvað leikmenn vilja í þessum málum“, sagði Hrannar. Bandaríkjamaðurinn, Calvin Davis, sem lék með Keflavík í vetur kemur ekki til liðsins í haust. Hann er kominn í samband við lið í Evrópu en Hrannar sagði að honum stæði til boða tvöfalt hærri laun en hann var með hér, eitthvað sem Keflavík ræður ekki við að sögn Hrannars.
Calvin Davis, sem lék með Keflavík í vetur kemur ekki til liðsins í haust. Hann er á minni myndinni en Brenton á þeirri stærri.