Brenton gerir samning við enskt lið
Körfuboltamaðurinn Brenton Birmingham hefur gert tveggja ára samning við enska liðið London Towers. Þetta kemur fram á fréttavef Sporting Life. Brenton, sem lék um árabil með Njarðvík, lék með franska liðinu Reuil sl. vetur.Haft er eftir Robbie Peers, þjálfara Towers, að Brenton hafi mikla reynslu en fyrst og fremst sé hann viðkunnarlegur maður. Miklar vonir séu bundnar við að hann taki að sér leiðtogahlutverk innan liðsins.
Brenton er 29 ára gamall. Hann fæddist í Bandaríkjunum en fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2001.
Vefur Morgunblaðsins greinir frá þessu í kvöld.
Brenton er 29 ára gamall. Hann fæddist í Bandaríkjunum en fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2001.
Vefur Morgunblaðsins greinir frá þessu í kvöld.