Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 28. október 1999 kl. 11:18

BRENTON FRÁBÆR

Njarðvíkingurinn fyrrverandi Brenton Birmingham hefur verið að leika frábærlega með Grindvíkingum og er að skora rúmlega stig hverja mínútu sem hann er á vellinum. Hann hefur skorað 37 stig að meðaltali í EPSON-deildinni og skoraði 38 gegn KR í Eggjabikarnum. Þegar andstæðingarnir hafa einbeitt sér sem mest til að stöðva pilt hafa félagar hans í Grindavíkurliðinu refsað þeim grimmt enda Birmingham duglegur að finna fría sam-herja.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024