Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Brenton: Erum í góðu formi
Fimmtudagur 4. janúar 2007 kl. 23:18

Brenton: Erum í góðu formi

Ekkert gat stöðvað Brenton Birmingham í leik Njarðvíkur og ÍR í kvöld þar sem hann sallaði niður 31 stigi og leiddi Íslandsmeistara Njarðvíkur til 15 stiga sigurs gegn ÍR í Iceland Express deild karla. Lokatölur leiksins voru 100-85 Njarðvík vil í fremur kaflaskiptum leik.
„Við vorum ekki að spila góða vörn í kvöld og áttum í vandræðum í sókninni. Ég þekki mitt hlutverk í þessu liði og það er m.a. að stíga upp þegar þess þarf með,“ sagði Brenton í leikslok. Njarðvíkurliðið hefur ekki verið jafn stöðugt og margir myndu halda að ríkjandi Íslandsmeistarar ættu að vera en Brenton segir það skipta sköpum að geta tekið leiki eins og gegn ÍR í kvöld og snúið þeim sér í hag.

„Lykillinn er sigur, þó við séum að spila kannski illa stóran hluta úr leiknum þá er það á endanum sigurinn sem skiptir máli. Ég tel okkur vera í góðu formi og við vitum að öll lið sem mæta okkur vilja leggja Íslandsmeistarana að velli,“ sagði Brenton og segist ánægður með hvað liðsfélagar sínir voru duglegir við að finna hann í kvöld á vellinum. „Sú speki ríkir hjá okkur að ef einhver leikmaður hjá okkur inni á vellinum er heitur þá leitum við hann uppi,“ sagði Brenton sem var nánast mataður með færibandi í kvöld og hann skilaði sínu.

Næsti leikur Njarðvíkinga er þann 18. janúar gegn Skallagrím í Ljónagryfunni.

[email protected]


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024