Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 20. ágúst 2002 kl. 19:38

Brenton eini nýliði landsliðsins

Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari körfuknattleikslandsliðs Íslands hefur valið tólf leikmenn sem munu leika fyrir Íslands hönd á Norðurlandamótinu sem fram fer í Osló í lok ágúst. Brenton Birmingham er eini nýliði liðsins en leikmenn héðan af Suðurnesjum eru ásamt honum, Logi Gunnarsson, Friðrik Stefánsson, Fannar Ólafsson, Jón N. Hafsteinsson, Magnús Þór Gunnarsson, Gunnar Einarsson og Páll Axel Vilbergsson.

Þess má geta að Helgi Jónas Guðfinnson leikmaður Grindavíkur gaf ekki kost á sér í liðið því hann ætlaði sér að klára leiktímabilið með Grindavíkurliðinu í knattspyrnu þar sem hann hefur verið að koma sterkur inn í síðustu leikjum og átti m.a. þátt í marki Grindavíkurliðsins í síðasta leik.

Landsliðið hefur undanfarið leikið æfingaleiki við Reykjavíkurúrvalið og Suðurnesjaúrvalið og sigraði landsliðið í báðum leikjunum. Guðjón Skúlason leikmaður Keflavíkur og fyrrum landsliðsmaður fór hamförum í leik landsliðsins gegn Suðurnesjaúrvalinu og skoraði tólf þriggjastigakörfur en bakverðir landsliðsins réðu ekkert við kallinn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024