Brenniboltamót vinsælast í heilsuviku
- Sandgerðingar nýttu sér fjölbreytta dagskrá.
Sunddeild Reynis var endurvakin með látum og eru reglulegar æfingar nú hafnar aftur. Boðið var meðal annars upp á jóga, zúmbadans, júdó, körfubolta, bæjargöngu, heilsuvikuhlaupið var hlaupið í fyrsta sinni, keppni í pílukasti, einkaþjálfari leiðbeindi í þreksal, tímataka í sundi, fyrirlestrar, golfkennsla, æskulýðsmessa og margt fleira.
Vinsælustu viðburðirnir í ár voru brenniboltamótið, sem er að skipa sér sess sem árlegur viðburður heilsuviku, en um 100 manns mættu þar og höfðu gaman af. Samkaupsmótið í blaki var einstaklega skemmtilegt og vel skipulagt með aðstoð frá Blakdeild Keflavíkur. Góð þátttaka var hjá yngsta aldurshópnum í knattþrautakeppni Reynis sem og taekwondo-æfingu í íþróttahúsinu þar sem mættu yfir 40 manns til að prófa.
Þess má geta að taekwondomaðurinn Karel Bergmann Gunnarsson var kjörinn íþróttamaður Sandgerðis kvöldið fyrir kynninguna. Grunnskólinn og leikskólinn tóku einnig virkan þátt í heilsuvikunni og buðu nemendum upp á ýmsar heilsusamlegar uppákomur. En þó að heilsuvikunni sé lokið þá hvetjum við alla til að huga að heilsunni allt árið um kring og skiptir þá jafn miklu máli að huga að líkamlegu og andlegu hliðinni.
Umsjónarmenn heilsuvikunnar voru Rut Sigurðardóttir, frístunda- og forvarnafulltrúi, og Páll Jónsson, formaður forvarna- og jafnréttisráðs, vilja koma á framfæri þakklæti til allra sem tóku þátt.
Myndir af vefsíðu Sandgerðisbæjar.