Brenne semur við Keflvíkinga
Norski varnarmaðurinn Endre Ove Brenne hefur skrifað undir nýjan samning við Keflavík og leikur hann með liðinu næsta árið. Endre gekk til liðs við Pepsi-deildarlið Keflvíkinga um mitt síðasta sumar og lék með liðinu seinni hluta tímabilsins.
Hann lék níu leiki í Pepsi-deildinni og átti sinn þátt í góðu gengi liðsins þennan tíma. Endre er 25 ára Norðmaður sem leikur í vörninni. Hann lék með Selfyssingum árin 2011 og 2012.