Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 5. apríl 2000 kl. 15:54

Brassarnir reknir vegna þjófnaðar

Brasilíumennirnir þrír sem hafa leikið með Keflavík í knattspyrnu síðan fyrr í vetur hafa verið reknir og verða sendir heim á næstu dögum. Leikmenn Keflavíkurliðsins höfðu tekið eftir að æfingafatnaður þeirra hafði verið að hverfa úr búningsklefa þeirra eftir æfingar og fannst nóg um þegar úr og skartgripir tóku einnig að hverfa. Brasilíumennirnir voru strax grunaðir þar sem þeir höfðu verið síðastir úr klefanum í nokkur skipti fyrir æfingar og enginn annar komið þar inn meðan á æfingum stóð. Stjórn knattspyrnudeildar fór til heimilis þeirra meðan þeir voru á æfingu í kvöld og fundu þar stóran hluta þess sem hafði horfið frá leikmönnum undanfarna daga. Að sögn Rúnars Arnarsonar, formanns knattspyrnudeildar Keflavíkur, verða þeir sendir heim við fyrsta tækifæri. “Útlit var fyrir að einn þeirra kæmist í leikmannahóp liðsins í sumar, en hina höfðum við hugsað okkur að lána til neðri deilda,” sagði Rúnar Arnarson í samtali við netútgáfu Víkurfrétta í kvöld.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024