Branco og Danka í bann
Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur úrskurðað þau Branislav Milicevic og Dönku Podovac í leikbann. Nefndin tók fyrir 52 mál á sínum fundi en Danka og Branco fá bæði eins leiks bann.
Báðir leikmennirnir fá leikbann vegna fjögurra áminninga og því mun Branco missa af leik Keflavíkur og Breiðabliks fimmtudaginn 9. ágúst í Landsbankadeild karla en Danka mun missa af leik Keflavíkur og Þórs/KA í Landsbankadeild kvenna sem fram fer á Akureyri í kvöld.
VF-mynd/ Hilmar Bragi - Branco í leik gegn Fylki á Keflavíkurvelli fyrr í sumar.