Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Bragi tekur við Grindavíkurstúlkum
Bragi Magnússon.
Mánudagur 16. júlí 2012 kl. 09:37

Bragi tekur við Grindavíkurstúlkum

Bragi Magnússon mun þjálfa lið Grindavíkur í Dominosdeild kvenna í körfuknattleik næsta vetur eftir því sem fram kemur á netmiðlinum Karfan.is.

Bragi þjálfaði Fjölni síðasta vetur og þjálfaði áður karlalið Stjörnunnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindvíkingar verða nýliðar í deildinni eftir gott gengi í 1. deild síðasta vetur. Grindavík sendi ekki lið til keppni fyrir tveimur árum en byrjaði aftur í fyrra. Liðið missti þá leikmenn sem hafa verið í lykilhlutverkum hjá öðrum liðum eins og Ólöf Helga Pálsdóttir og Petrúnella Skúladóttir hjá Njarðvík, Íris Sverrisdóttir Haukum og Ingibjörg Jakobsdóttir Keflavík.