Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bræðurnir fengu ellefu gull á Unglingalandsmóti UMFÍ
Þriðjudagur 6. ágúst 2019 kl. 16:24

Bræðurnir fengu ellefu gull á Unglingalandsmóti UMFÍ

Bræður Alexander Logi og Nikolai Leo Jónssynir sem æfa sund hjá ÍRB komu heim með ellefu gull úr sundkeppni á Unglingalandsmótinu sem fram fór á Höfn í Hornarfirði um verslunarmannahelgina. 

Alexander Logi Jónsson, 14 ára, fékk gull í 100m bringusundi, 50m flugsundi, 100m fjórsundi, og tvo í boðsundi. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nikolai Leo Jónsson, 11 ára, fékk gull í 100m bringusundi, 50m baksundi, 50m flugsundi, 100m fjórsundi og tvö í boðsundi. 

Þá fékk Jana Guðlaug Ómarsdóttir þrjú silfur í 100m skriðsundi, 50m baksundi og 100m bringusundi. 

Verðlaunaafhending var í höndum forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar.