Bræður berjast í Vogunum
Þróttur í Vogum og Breiðablik mætast í 1. deild karla í kvöld kl. 20:00 í Vogum á Vatnsleysuströnd. Bræðurnir Einar Árni Jóhannsson og Ingvi Steinn Jóhannsson eru þjálfarar liðanna, Einar með Blika og Ingvi með Þrótt.
Þróttur hefur enn ekki landað sigri í 1. deild karla en Blikar sitja taplausir á toppi deildarinnar með 16 stig. Leikur kvöldsins er síðasti leikur beggja liða fyrir áramót og takist Blikum að vinna hafa þeir þægilega forystu í deildinni á nýja árinu.
Síðustu leikir ársins í 1. deild fara svo fram á föstudag og laugardag. Á föstudag mætast KFÍ og Þór Þorlákshöfn en á laugardag mætast Höttur og Valur og svo Reynir Sandgerði og FSu.