Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

BR með tvo drengi á verðlaunapalli á Íslandsmóti unglinga í borðtennis
Dawid May-Majewski og Ingi Rafn William voru saman í þriðja sæti á Íslandsmóti unglinga í borðtennis.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 12. maí 2021 kl. 10:34

BR með tvo drengi á verðlaunapalli á Íslandsmóti unglinga í borðtennis

Íslandsmót unglinga í borðtennis fór fram um helgina í TBR húsinu í Reykjavík. Fimm drengir kepptu á vegum Borðtennisfélags Reykjanesbæjar (BR) en þetta var í fyrsta skiptið sem BR á þátttakendur á Íslandsmóti í borðtennis.

Drengirnir stóðu sig mjög vel en tveir þeirra, Ingi Rafn William Davíðsson og Dawid May-Majewski gerðu sér lítið fyrir og komust í undanúrslit í einliðaleik hnokka 11 ára og yngri.

Formaður BR, Piotr Herman, var mjög ánægður með árangurinn á mótinu og hvetur áhugasama borðtennisspilari unga og aldna til að skrá sig í félagið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024