Boxmót í Reykjanesbæ í kvöld
Í kvöld fer fram hnefaleikakeppni í Boxhöllinni í Reykjanesbæ þar sem Hnefaleikafélag Reykjaness og Hnefaleikafélag Hafnafjarðar tefla saman sínum bestu köppum. Keppnin hefst kl. 19. Miðaverð er kr. 1000, en 500 fyrir 12 ára og yngri.
Keppendur eru margir efnilegustu og frambærilegustu boxarar landsins, sá yngsti er sókndjarfi Sandgerðingurinn Andri Már Elvarsson, 12 ára, og sá elsti er hinn síungi Vikar Karl Sigurjónsson sem er 35 ára gamall.
HFR-menn eru nýkomnir aftur frá keppnisferð til Írlands og ætla að ljúka tímabilinu hér heima með stæl í kvöld.
Keppendur eru margir efnilegustu og frambærilegustu boxarar landsins, sá yngsti er sókndjarfi Sandgerðingurinn Andri Már Elvarsson, 12 ára, og sá elsti er hinn síungi Vikar Karl Sigurjónsson sem er 35 ára gamall.
HFR-menn eru nýkomnir aftur frá keppnisferð til Írlands og ætla að ljúka tímabilinu hér heima með stæl í kvöld.