Boxkeppni í Ljónagryfjunni í mars
Um síðustu helgi kepptu fjórir Suðurnesjamenn í hnefaleikum í Danmörku og sigraði Árni Jónsson í sínum fyrsta bardaga. Bardagi Heiðars Arnar Sverrissonar var stöðvaður í þriðju lotu og tapaði hann sínum bardaga. Sara Ómarsdóttir tapaði sínum bardaga með naumindum en keppinautur Tómasar Guðmundssonar var veikur og því keppti hann ekki. Vikar Karl Sigurjónsson úr Keflavík tapaði bardaga sínum, en hann keppti við hnefaleikamann sem er tveimur þyngdarflokkum fyrir ofan hann. „Andstæðingurinn sem Vikar átti að keppa við féll út og sá sem hann barðist við var tveimur þyngdarflokkum fyrir ofan hann. Það var annaðhvort fyrir Vikar að taka þennan bardaga eða fá engan og því völdum við fyrri kostinn. Hann lét það ekkert á sig fá þó að 97 kílóa tattóverað skrímsli hafi birst í hringnum. Hann tók bara á móti honum,“ sagði Guðjón Vilhelm forsvarsmaður Hnefaleikafélags Reykjaness í samtali við Víkurfréttir.
Keppni Hnefaleikafélags Reykjaness í Danmörku er hluti af undirbúningi fyrir væntanlega keppni sem fram fer í mars þar sem tekið verður á móti liði Reykvíkinga og er stefnt að því að keppnin fari fram í Ljónagryfjunni.
Ljósmynd: Frá bardaga Svía og Íslendinga sem fram fór í Stapanum í apríl í fyrra.
VF-ljósmynd/Hilmar Bragi.
Keppni Hnefaleikafélags Reykjaness í Danmörku er hluti af undirbúningi fyrir væntanlega keppni sem fram fer í mars þar sem tekið verður á móti liði Reykvíkinga og er stefnt að því að keppnin fari fram í Ljónagryfjunni.
Ljósmynd: Frá bardaga Svía og Íslendinga sem fram fór í Stapanum í apríl í fyrra.
VF-ljósmynd/Hilmar Bragi.